Tempus

Tíma- og verkskráning fyrir einyrkja og lítil fyrirtæki


Allt á vefnum

Öll skráning fer fram í gegnum vefinn og uppsetning hugbúnaðar því óþörf.

Öll tæki

Til að auðvelda alla tímaskráningu er Tempus aðgengilegt í gegnum farsíma, spjaldtölvu eða tölvu og er sérsniðið að skjástærð hvers tækis.

Gott yfirlit

Stjórnendur og starfsmenn hafa gott yfirlit í gegnum skýrslur um allar tímaskráningar.

Tempus. Tímaskráning á verk.

Tempus hentar öllum þeim fyrirtækjum sem þurfa að halda utan um vinnutíma á ákveðin verkefni. Auðvelt er að sjá með skýrslum fjölda skráðra vinnustunda á ákveðin verk í heild og per starfsmann. Skýrslur eru aðgengilegar í gegnum vefinn, á PDF formi eða Excel formi.

Stjórnborð. Einföld uppsetning.

Í gegnum stjórnborð Tempus geta stjórnendur m.a. skráð inn allar nauðsynlegar upplýsingar um starfsmenn og verkefni, ásamt því að skoða og prenta út skýrslur. Einfalt er að stofna ný verkefni og auðveldlega er hægt að:

  • skipta verkefni upp í flokkaða verkhluta
  • skrá greiðanda verkefnis
  • takmarka tímaskráningu á verkefni á ákveðna starfsmenn

Skráning tíma. Hvar sem er, hvenær sem er.

Starfsmenn geta skráð tíma hvar sem er og hvenær sem er, það eina sem þarf er nettengdur farsími, spjaldtölva eða tölva. Starfsmenn geta einungis skráð tíma á þau verkefni sem þeir tilheyra, og geta um leið skráð inn aukakostnað, s.s. akstur, prentun, o.s.frv.